• Home
  • Learn to play
  • Ideas & Secrets
  • Podcast/TV
  • Blog
  • Contact

Jon Hilmar Karason

Jón Hilmar Kárason, March 23 2020

5 mikilvæg atriði

Ég hélt opin gítartíma á netinu um daginn þar sem hver sem skráið sig fékk klukkutíma af kennslu og kennsluefni. Ég fór yfir nokkur mjög mikilvæg atriði fyrir byrjandann og þann sem er lengra komin. Það er reyndar ágætis regla að líta alltaf á sig sem byrjanda. Enska orðið amatör er dregið af Amor sem þýðir ást. Svo að vera amatör þýðir að gera það sem þú elskar. Að vera byrjandi gefur þér líka leyfi til þess að gera mistök og skoða grunnatriðin oft og mikið. Það er fátt sem skiptir meira máli en að horfa til baka og skoða grunn atriðin reglulega og hafa leyfi frá sjálfum sér til að gera mistök.  

Hér eru 5 mikilvæg atriði sem ég fór yfir í gítartímanum um daginn.

1. Það er sama hvort þú ert að byrja að spila eða ef þú hefur spilað í 20 ár, hugaðu að grunnatriðunum reglulega. Siturðu áreynslulaust með gítarinn? Ertu að þrýsta laust og ertu nálægt böndunum?

2. Það er alltaf hægt að einfalda flóknu hlutina. Ef þú sérð hljóm sem þér þykir flókinn t.d. G13 eða G9/B þá getur þú alltaf einfaldað þá. Þú þarft í raun bara að horfa á hvort hljómurinn sé dúr eða moll. Þá verður G13 bara G. Ef þú sérð G9/B þá þýðir fyrri stafurinn hljómur og seinni bassi svo alltaf þegar það er skástrik horfðu á fyrri bókstafinn.

3. Ásláttur breytir öllu. Það að kunna hljómana er eitt en þegar þú lærir að nota hægri höndina og búa til áslátt þá breytist allt. 

4. Þumallinn er lykillinn að flottu fingerpikki og djöfull er nú gaman að kunna að nota fingur hægri handar til viðbótar við ásláttinn. Við æfðum Vor í Vaglaskóg

5. Það tekur tíma að geta spilað á gítar. Ég hef samt aldrei hitt neinn sem sér eftir að hafa lært að spila. 

Gangi þér vel að glíma við ástandið og að verða betri að spila á gítarinn.

Written by

Jón Hilmar Kárason

Previous Hvernig sérðu heiminn
Next Sagan sem þú segir 2030