• Home
  • Learn to play
  • Ideas & Secrets
  • Podcast/TV
  • Blog
  • Contact

Jon Hilmar Karason

Jón Hilmar Kárason, May 8 2019

Öllum er sama

Þegar þú leggur allt þitt undir og þér finnst þú vera að gera eitthvað mjög mikilvægt fyrir þig sjálfa þá er öllum sama. 

Þegar þú ert alveg viss um að þú sért að gera eitthvað fyrir aðra og leggur þig fram um að fara lengri leiðina svo aðrir njóti góðs af þá er öllum sama.

Þegar þú leggur þig extra mikið fram í vinnuni þinni þá er öllum sama.

Þegar þú vinnur launalaust að því sem þér finnst skipta máli þá er öllum sama.

Þegar þú gefur út nýtt lag þá er öllum sama. Skoðaðu bara hversu margir eru búnir að hlusta á lagið þitt.

Þegar þú gerir góðverk er öllum sama.(nema kannski þeim sem þú hjálpaðir, amk í dag)

Það er semsagt öllum sama um hvað þú gerir eða gerir ekki. Það eru allir að hugsa um sjálfa sig og hafa áhyggjur af hversvegna þér sé ekki sama. Það þýðir hins vegar ekki að þú ættir að hætta því sem þú ert að gera. Þér ætti nefnilega að vera alveg sama þó öllum öðrum sé sama.  Því þú ert bara það sem þú gerir ekki það sem þú segir, lærir eða kannt.  Og það þarf ekki heldur að vera slæmt þó öllum sé sama. 

Þá þarftu ekki að vera eins stressuð fyrir því að standa upp og tala eða að flytja lagið þitt.  Þú þarft ekki að hafa áhyggur af því að verkefnið þitt misheppnist því öllum er sama.   

Það er nefnilega hræðilegt að vera að rembast við að fá viðurkenningu fyrir það sem þú gerir. Það að vinna vinnuna verður að vera nóg því það er alls ekki víst að nokkrum verði nokkurtíma sama um það sem þú gerir. Kláraðu bara það sem þú ert að gera og byrjaðu svo upp á nýtt á morgun. Hver veit hvað það hefur svo í för með sér.

Written by

Jón Hilmar Kárason

Previous Hvernær var það sem þú gerðir eitthvað í fyrsta skipti síðast?
Next Taktu þátt - því þér er ekki sama.