• Home
  • Learn to play
  • Ideas & Secrets
  • Podcast/TV
  • Blog
  • Contact

Jon Hilmar Karason

Jon Karason, May 25 2018

Segðu já

11. Segðu já

Heimurinn er fullur af tækifærum en okkur finnst sennilega að við séum ekki tilbúin fyrir þau þegar þau koma.  Þannig á það líka að vera. Passaðu þig bara á að segja já þegar tækifærið gefst! Það er ekkert víst að það komi aftur og þú græðir meira á því að grípa það og klúðra því en að segja nei. Líkurnar á því að þú klúðrir því eru líka örugglega minni en þú heldur. Við þurfum að læra að sjá hlutina eins og þeir eru og trúa því sem hjálpar okkur frekar en að trúa því sem er satt.  Sannleikurinn er nefnilega svolítið vandasamur.  Flestir trúa því að þeir geti minna en þeir geta og það er ekki hjálplegur sannleikur. Við eigum það til að túlka sannleikann okkur í óhag og ekki sjá hlutina eins og þeir eru. Við vitum því miður ekki hvernig morgundagurinn verður. Stundum erum við minnt á það með mjög grimmum hætti svo ekki láta tækifærin renna þér úr greipum. Lífið er bara of stutt. Við áttum okkur ekki á því fyrr en við erum minnt á það eins og ég var minntur á það síðast í gærkvöldi. Gerum meira og höfum það alvöru.

Það var einusinni maður sem datt í á. Hann náði taki á steini og ríghélt sér í hann.  Maðurinn var mjög trúaður og vissi að nú myndi Guð koma og hjálpa honum. Svo maðurinn fór með fallegustu bæn sem heyrst hefur og var þess fullviss að Guð kæmi og bjargaði honum.  Eftir smá stund kom maður á kæjak siglandi og bauðst til að bjarga honum. En maðurinn var full viss að guð myndi bjarga sér svo hann afþakkaði aðstoðina. Svo kom bátur siglandi til þess að koma til bjargar en maðurinn afþakkaði.  Að lokum kom Björgunarsveitin á þyrlu til að bjarga manninum en aftur afþakkaði hann því Guð kæmi til bjargar. Að lokum missti maðurinn takið og drukknaði í ánni.  Þegar hann kom til himna gekk hann ösku íllur á fund Guðs og spurði hann hversvegna í ósköpunum hann hefði ekki komið og bjargað sér?  Guð sagði já en ég sendi kæjak, bát og þyrlu til að bjarga þér.

 

Myndirnar eru úr bók Seth Godin - What to do when its your turn, and its always your turn sem ég panntaði 7 stk af en gaf óvart allar bækunar.  Tékkaðu á henni.

Kíktu líka á Mark Manson - www.facebook.com/Markmansonnet/

Derek Sivers - sivers.org


Written by

Jon Karason

Previous Ekki vera fáviti
Next Þegar besti vinur minn dó