• Home
  • Learn to play
  • Ideas & Secrets
  • Podcast/TV
  • Blog
  • Contact

Jon Hilmar Karason

Send me a line if you have any questions or if you think i might be able to assist you in any way. I would love to hear from you.

— Jón Hilmar Kárason

Skoðaðu gítarnámskeiðin

SKRÁÐU ÞIG Á PÓSTLISTANN

EKKI MISSA AF NEINU!
og fáðu ókeypis gítarbók

youtube-color-roundrect
spotify-color

Á Youtube og Spotify

2020 LEIÐIR

Ideas & Secrets  Listen here

instagram-circle-mono

Það er svolítið síðan ...

Það er svolítið langt síðan ég skrifaði hér inn síðast.  Það er líka svolítið síðan að ég sendi út email á póstlistann minn.  Það er svolítið síðan að ég tók inn nýjan nemanda í netkennsluna. Það er svolítið síðan að ég gerði eitthvað sem storkaði mér verulega. Ég hef verið duglegur við að gera hluti sem storka mér síðustu 10-15 ár.  Ég gerði það...

Treystu göttinu

Stundum ert maður bara alveg viss að það virki.  Og þó þú sért ekki alveg viss að það virki er engin spurning um að kíla á það samt.  Stundum er eitthvað í maganum sem öskrar á að framkvæma hugmyndina.  Ef hugmyndin leysir vandamál þá ættir þú ekkert að bíða með að framkvæma hana því ef hugmyndir leysa vandamál eru þær góðar.  Svo er bara...

Lærðu að tala

Ég er ótrúlega heppinn að fá að spila á tónleikum í allt sumar.  Ég er að spila fyrir farþega skemmtiferðaskipa bæði um borð og í landi.  Ég er alltaf að hugsa um hvernig við getum gert showið okkar betur og gefið gestum okkar meiri og betri upplifun.  Tónlistin skiptir auðvitað miklu máli en hún skiptir samt kannski ekki mestu máli.  Það sem...

Segðu það, þó það sé töff

Það er ýmislegt sem þú þarft að hugsa um þegar þú talar um annað fólk við annað fólk og stundum segi ég hluti sem hljóma öðruvísi fyrir mér en þeim sem ég er að tala við.  Stundum eru smáatriði fyrir mér alls ekki smáatriði fyrir þá sem eru að hlusta. Stundum er sagan eða settningin sem ég segi skilin öðruvísi en ég sá fyrir

Búðu það til

Það er svo auðvelt að hugsa "hvað er ég að gera hér?" þegar maður sér hvað allir hinir eru svo miklu betri. Hvaða stað hef ég meðal allra þessara ótrúlegu tónlistarmanna sem syngja eins og englar, semja eins og stórskáld, spila eins og hetjur og performa eins og gyðjur? "Mig langar svo að gera podcast en öll topic eru komin með podcast." sá ég einh...

Vertu Pró þó þú sért Amatör

"Fokking amatörs" heyrðist einusinni á hátíðarsviðinu á Neistaflugi þegar Todmobile voru að koma sér fyrir. Við sveitastrákarnir höfðum aldrei heyrt á directbox minnst eða backline. Við stilltum bara upp og tókum sánd. Ef það hljómaði vel í okkar eyru þá dugði það. En strax eftir að töffarinn sem sagði þessi orð tók eftir að við stóðum þarna varð h...

Þegar ég hef ekkert að segja...

Þá geri ég eins og núna, ég byrja að skrifa. Ég veit ekki um hvað ég ætla að skrifa en ég byrja bara. Ef ég byrja og skrifa það sem kemur upp í hugann getur tvennt gerst. Eitthvað áhugavert kemur niður á blað eða ég bulla bara eitthvað.  Það skiptir sennilega ekki miklu máli hvort það verður.  En eitt er alveg öruggt að ef ég byrja ekki þá gerist e...

Nokkrir hlutir sem þú ættir frekar að æfa en að æfa þig á gítarinn!

Auðvitað erum við gítarleikarar upptekin af því að æfa okkur á gítarinn. Það hýtur að skipta mestu máli fyrir gítarleikara að æfa sig að spila. Ég, gítarkennarinn sjálfur ætla samt að færa rök fyrir því að það skipti alls ekki mestu máli fyrir okkur að vera dugleg að æfa á gítarinn. Ég hef verið að hugsa svolítið um þetta bæði út frá mínu starfi se...

Olía á eldinn.

Einn af kostum þess að kenna nemendum á öllum aldri og getustigum er sá að þau hlusta á allskonar tónlist sem ég fæ að kynnast. Mér finnst nauðsynlegt að fá að heyra hvað vekur áhuga þeirra sem eru að læra hjá mér. Ég hef verið duglegri undanfarið að hlusta á tónlist en oft áður og ég hef aðeins hugsað um tónlistina sem hvatti mig áfram við að æfa...

Uppáhalds leikarinn þinn.

Ef þú ert feimin ertu að leika hlutverk. Ef þú ert GDRN ertu að leika hlutverk. Ef þú ert að vinna í búð ertu að leika hlutverk og þegar þú kennir tónlist ertu að leika hlutverk. Hjúkrunarfræðingurinn á sjúkrahúsinu leikur hlutverk. Það skiptir máli að átta sig á því að maður er að leika hlutverk því kannski viltu ekki vera feimin. Þá þarftu að ski...

Pínulitlu skrefin

Það að læra að spila á hljóðfæri snýst bara um eitt. Það snýst um að taka pínulítil skref á hverjum degi. Æfa sig reglulega í smá stund á hljóðfærið, helst daglega. Þú gætir byrjað á að bæta þig um 1% á viku en það hlaðast vextir á þetta ef þú heldur áfram að taka pínulitlu skrefin og þú nærð kannski að bæta þig um 1% á dag. Þá fara hlutirnir að ge...

Nokkrar hugmyndir til að koma þér af stað.

Ekki bíða eftir neinu. Byrjaðu að spila strax í dag. Það þarf ekki að vera lengi og það þarf ekki að vera fallegt. Það skiptir meira máli að gera en geta því ef þú vandar þig og spilar eitthvað smá á hverjum degi þá getur þú spilað. Þetta er trikkí. Það er erfitt að setjast niður með hljóðfæri og lita út eins og auli. En það fylgir þessu. Þú verður...

Ekkert skiptir máli!

Stundum finnst okkur list vera asnaleg og þá er hún það fyrir okkur. Stundum gefum við henni séns og þá fer hún að meika sens. Tónlist er lifandi listform og þess vegna þarf maður stundum að sjá listamanninn læf til að listin meiki sens fyrir okkur. Ég hafði séð listamann í sjónvarpi sem mér fannst vera í algjöru rugli. Tónlistin var algjör tjara f...

Athugaðu hina hliðina

Margir tónlistarmenn eru að rísa aftur upp úr sófanum eftir langt hlé. Það er erfitt fyrir marga að standa upp enda er svolítið þægilegt að sitja þar á kvöldin og vera með fjölskyldunni sinni. Sumir sem ég hef talað við minnast jafnvel á að gleðin sé ekki eins mikil við spilamennskuna nú og áður. Það er erfitt að fara aftur af stað. Við ætlum nefni...

Ideas & Secrets er komin út!

Þessi plata er instrumental en hljómar samt ekki eins og Mezzoforte. Þessi plata er bræðingur af blús, rokk, funk og jazz en hljómar samt ekki eins og hin hefðbundna íslenska jazzplata. Hún er hrá og lífræn og langt frá því að vera fullkomin í hinum hefðbundna skilningi. Ef við ætlum að segja þér frá hugmyndum okkar og leyndarmálum án orða þá verð...

Öruggur staður er hættulegur staður.

En samt þráum við ekkera meira en öryggi. Við þráum að vera laus við áhuggjur af öllu ruglinu í kringum okkur og ef við komumst í námunda við þennan örugga stað berjumst við með öllu okkar afli að fá að vera þar og við viljum aldrei fara. Þess vegna get ég ekki tekið upp lagið sem mig langar að taka upp. Ég er komin á örugga staðinn og það að búa e...

Ég hef ákveðið að....

.... byrja í dag. Það er reyndar alltaf besta ákvörðunin. Sú ákvörðun er miklu betri en ég ætla að byrja á morgun. Því á morgun verður aftur "á morgun".  Undantekningin gæti þó verið að skúra eða gera eitthvað svoleiðis. Það er kannski ágætt að bíða með það til morguns. Ég byrjaði í dag á kjötmataræði og ég ætla að prufa það í 30 daga. Ég er oftast...

Handbremsur og hugmyndir.

Ég á nokkuð nýlegan bíl og alltaf þegar sonur minn fer eitthvað á honum og leggur svo í stæðið heima ýtir hann á handbremsutakkann. Það er alveg óþolandi. Þegar ég ætla að fara af stað daginn eftir kemst ég ekkert þangað til að ég fatta að bíllinn er í handbremsu og það gerist aldrei alveg strax. Ég skil aldrei neitt í því að bíllinn hreyfist ekki....

Láttu skína í skallann!

Þegar ég var að horfa á myndband af steggjuninni hans Snúru-Valda ákvað ég nú væri komin tími til að láta skallann skína. Ég sá skot ofan á hausinn á mér og hann stóð þarna uppúr greiið og næsta dag þá rakaði ég af mér allt hárið. Það var erfitt fyrst. Ímyndaðu þér hvað það er erfitt að skipta um hárgreiðslu fyrir marga. Það er eiginlega alveg craz...

Ef afa Jón talaði við unga Jón

Ég er orðin afi. Það er mjög skrítið að hugsa til þess því afar eru svo gamlir. En þetta setur mig samt á þann stall að nú er ég hættur að vera ungur og vitlaus sem flestir eru langt fram eftir aldri og ég klárlega þar með talin.  Ég var vitlaus alveg fram til 21.febrúar 2011. Svo hef ég verið að skána hægt og rólega og verða aðeins minna vitlaus m...