Jon Hilmar Karason
Gítarleikarinn Jón Hilmar Kárason ætlar að taka hús á Austfirðingum frá 22. október til 2.nóvember með splúnku nýtt prógramm þar sem kassagítarinn verður í aðalhlutverki. Jón Hilmar ætlar að koma við á 10 stöðum á Austurlandi og með honum verða góðir gestir frá hverjum stað sem Jóni blóðlangar að kynnast betur með tali og tónum.
Tónleikarnir verða notalegir en skemmtilegir og alveg sérstaklega fyrir áhugafólk um gítarleik en Jón Hilmar mun leika nýja tónlist í bland við þekktar perlur oft á tíðum í háskalegum útsettningum á gítarinn. Auk þess munu gestirnir að sjálfsögðu leika á alls oddi enda mjög fjölbreyttur hópur.