Jon Hilmar Karason
10. Ekki vera fáviti - Eistnaflugsreglan
Ég á ekki við fáviti sem heimskur endilega. Það óendanlega margt sem við vitum ekki og þess vegna erum við heimsk á svo mörgum sviðum ef heimskur þýðir að vita ekki eitthvað. Svo við tökum því bara eins og það er. Við erum heimsk og það er gott. Ég veit ekkert verra en einhvern sem veit svarið. Það er skrítið að vita hvenær sólin brennur upp þó svo að þú sért með háskólagráðu í því fagi. Við vitum ekkert um það en við getum auðvitað reynt að geta okkur til um það. Það er annað mál. Svo virðist það vera þannig að allar staðreyndir eru umdeilanlegar. Okkar staðreyndir eru byggðar á okkar raunveruleika og því sem við kjósum að trúa. Það er til fólk sem trúir því að jörðin sé flöt. Það er til fólk sem trúir á álfa. Það er til fólk sem trúir því að trú sé ekki til og það er til fólk sem trúir því að tæknin sé slæm.
Ég á frekar við að við eigum að reyna eftir fremsta megni að haga okkur ekki eins og fávitar en það er ekki auðvelt. Stundum þurfum við að taka ákvarðannir sem þjóna ekki öllum svo ég er ekki segja að við eigum að þóknast öllum. Við getum hinsvegar vandað okkur við að koma vel fram við aðra og það skiptir svo ótrúlega miklu máli fyrir tónlistarmenn. Það nennir engin að spila með fávita svo það að vera ekki fáviti er mjög mikilvægt fyrir okkur gítarleikarana. Hjálpa frekar en drulla og bera virðingu fyrir öllum og reyna að skilja frekar en að dæma. Það er að vera ekki fáviti til dæmis.