• Home
  • Learn to play
  • Ideas & Secrets
  • Podcast/TV
  • Blog
  • Contact

Jon Hilmar Karason

Jón Hilmar Kárason, March 16 2020

Hvernig sérðu heiminn

Það er svolítið merkilegt að hugsa um það hvernig fólk sér heiminn í kringum sig. Hver þekkir ekki einhvern sem er beittur órétti hvert sem hann fer. Meira að segja afgreiðuslumaðurinn í búðinni sagði við hann um daginn “haltu kjafti og drullaðu þér út!”  Við fáum að velja hvaða sögu við segjum og hvaða viðhorf við höfum. 

Sjáðu heiminn eins og hann er ekki eins og þú heldur að hann sé. - Það eru allir að drulla yfir þig

Ekki trúa því sem er satt, trúðu því sem er hjálplegt. - Við höldum að hugsanir okkar séu alltaf sannar en það er svo langt frá því. Ég get ekki neitt og er glataður í öllu er til dæmis ekki mjög hjálpleg hugsun og langt frá því að vera sönn þó þér finnist það þegar hún poppar upp í hausnum á þér.

Ég nota þessa sögu stundum í fyrirlestrunum mínum:

Skófyrirtæki ákveður að senda sölumenn til Afríku til þess að athuga hvort markaður sé fyrir að selja skó þar. Þegar sölumennirnir hafa skoðað og metið markaðinn í sitt hvoru lagi senda þeir skilaboð til forstjórans. 

Annar sendir: Þetta er alveg glatað hér notar engin skó.

Hinn sendir: Hér er geggjað tækifæri, hér notar engin skó.

Skoðaðu hvaða sögu þú ert að segja sjálfri þér. Kannski getur þú breytt henni örlítið og látið þér líða betur og séð tækifæri sem annars eru hulin þoku. Veldu þitt viðhorf vandlega í dag og svo aftur á morgun.

Written by

Jón Hilmar Kárason

Previous Hvað er það hræðilegasta sem getur gerst?
Next 5 mikilvæg atriði