• Heim
  • Gítarkennsla
  • Tónlist/Tónleikar
  • 2020 Leiðir
  • Blog

Jon Hilmar Karason

Jón Hilmar Kárason, April 21 2020

Það er engin ástæða til þess að vera bjartsýn.

Hvers vegna erum við þá hvött til þess að vera bjartsýn þegar það er ekki nokkur ástæða til bjartsýni. Bjartsýni getur leitt okku í að sjá heiminn ekki eins og hann er heldur hvernig við viljum að hann sé. Það er ekkert sérstakt. En er þá svarið að vera svartsýnn? Nei því þá sjáum við heiminn ekki heldur eins og hann er.  En að vera raunsýn? Er það málið? Það að vera raunsýnn er nefnilega pínu eins og að vera svartsýnn frekar en bjartsýnn. Mér finnst þetta sýnn koma undarlega út á prenti... sérstaklega í þessu magni.

Mér finnst stundum eins og fólk haldi að hamingjan felist í að hafa engin vandamál. Svo ef þú ert bjartsýnn þá sé hamingjan nærri því bjartsýni fækki vandamálunum. En ég held að hamingjan felist í að leysa vandamál frekar en að hafa engin. Svo kannski er best að vera svarstýnn og fá þannig vandamálin til sín en vera bjartsýnn á að maður geti leyst þau þannig að við verðum hamingjusöm. Hamingjan er reyndar eins og Malt í gleri. Hún endist alveg ótrúlega stutt. Þá er bara að finna næsta vandamál til að leysa.

Written by

Jón Hilmar Kárason

Previous Látum fáránlegar hugmyndir verða til á fáránlegum tímum.
Next Hæfileiki er ofmetin - færni er læranleg.