• Home
  • Learn to play
  • Ideas & Secrets
  • Podcast/TV
  • Blog
  • Contact

Jon Hilmar Karason

Jón Hilmar Kárason, February 2 2021

Hæfileiki er ofmetin - færni er læranleg.

Fyrsti hlutinn í ævisögu Bruce Sprignsteen gerir einu góð skil. Hann hafði egna nátturulega hæfileika á gítarinn. Hann hætti eftir fyrsta gítartímann því hann kom ekki frá sér nótu. Það gæti auðvitað verið kennaranum að kenna en við látum það liggja á milli hluta. Hann hafði enga sönghæfileika. Allar hljómsveitir sem hann var í vantaði söngvara en bara ekki hann. Fáir gáfu honum séns. Áheyrendur gengu út, umboðsmaðurinn hætti að svara og hljómsveitarmeðlimir gáfust upp. 

Hæfileiki er ofmetin - Færni er læranleg.

Þú þarft bara að mæta og vinna vinnuna. Það er það sem allir þeir sem á undan komu þurftu að gera. Þú getur lært að spila á gítar það eina sem þarf er tími og vinna. Það er hægt að stytta tímann með því að læra réttu hlutina fyrst og þar kemur góður kennari til sögunnar. Það hjálpar þér meira en þú getur ímyndað þér að hafa góðan kennara. En aftur á móti getur þú haft besta kennara í heimi sem gerir ekkert fyrir þig nema að þú æfir þig. Alveg eins og á netinu og Youtube eru allar heimsins upplýsingar til að læra hvað sem er. Það er bara svo erfitt að vita hverja af þessum milljón hurðum á að opna fyrst.

Written by

Jón Hilmar Kárason

Previous Það er engin ástæða til þess að vera bjartsýn.
Next Vertu með kveikt á míkrófóninum