• Heim
  • Gítarkennsla
  • Tónlist/Tónleikar
  • 2020 Leiðir
  • Blog

Jon Hilmar Karason

Jón Hilmar Kárason, March 26 2020

Látum fáránlegar hugmyndir verða til á fáránlegum tímum.

Hvort ætli ástandið í heiminum sé þannig að fólk standi frekur upp úr sófanum og geri eitthvað sem skiptir máli eða sökkvi jafnvel dýpra í sófann? Er þetta kannski einmitt tíminn til þess að gera það sem þú vissir alltaf að þú gætir ekki en langaðir samt að gera? Við höfum meiri tíma núna. Við höfum allt sem við höfðum til að gera það sem skiptir máli. Afhverju ekki að gera eitthvað fáránlegt einmitt núna?

Í gær datt mér í hug ein svona algjörlega fáránleg hugmynd í hug þegar við Balti fórum í fjallgönguna okkar. Ég hugsaði hvort það væri sniðugt að setja inn stutt myndband sem myndi hjálpa gítarleikurum að verða betri. Það gæti verið sniðugt. Allt í lagi ég geri þetta! Hversu marga þætti ætti ég að gera? Ætti ég að setja raunhæft markmið eða algjörlega fáránlegt markmið? Höfum það fáránlegt það er ekki bara miklu skemmtilegra heldur eru miklu meiri líkur að ég klári 200 daga í röð heldur en ef ég hefði sett mér leiðinlegt raunhæft markmið sem ég væri ekkert hræddur við að ná ekki.

2020 Leiðir 

Til þess að verða betri á gítarinn. SVÓT greiningin mín er svona: S - Þetta gæti gangast einhverjum og þetta mun gera mig að betri kennara og ég læri að koma hugsunum mínum frá mér.  V - Það horfir sennilega engin á þetta og þetta verður hellings vinna og þetta kostar aur og vinnu. O - Þú getur þetta aldrei og þetta verður sennilega ekki einusinni gaman nema í smá stund. T - Pældu í því ef mér tekst þetta! Jafnvel þó ég fari bara hálfa leið. 

Þegar maður vinnur svona að ákveða að gera án þess að geta(hafa ss enga vissu um að maður geti gert þetta) þá gerist alltaf eitt. Þegar ég settist niður til að skrifa fyrstu 7 dagana þá skrifaði ég 3 og var svo endalaust að hugsa um næstu daga. Þá heyrðist í hausnum á mér eins og alltaf “hvað ertu að pæla þú getur ekki einusinni planað viku og þú ert að tala um 2020 stikki!” Djöfullsins vitleysa er þetta. En málið er að ofhugsa þetta ekki. Þegar ég byrja þá rúllar þetta af stað. Ef ég hefði ætlað að plana þetta áður en ég byrjaði og sjá hvort ég gæti þetta þá hefði ég aldrei byrjað. Gera er betra en að geta.

Ég ætla að fjalla um allt frá því að hugsa um gítar og eitthvað allt annað. Spila eitthvað drullu erfitt og mjög létt  sem þú getur svo lært. Stundum bara spjall og stundum bara spilerí. Fá viðtal við frábæra tónlistarmenn og spá svolítið í græjur.

Þú finnur þættina á Youtube, Instagram og á Podcast veitum. Vonandi nýtist þetta þér.

Written by

Jón Hilmar Kárason

Previous Sagan sem þú segir 2030
Next Það er engin ástæða til þess að vera bjartsýn.