Jon Hilmar Karason
Ég á fullt af hugmyndum í símanum mínum. Sennilega nokkur hundruð og slatta næstum kláruð fyrir utan textann. Ég ætti að æfa mig í því líka. Stundum þegar ég hlusta yfir lögin þá finnst mér þau í fína lagi. Ekkert verri en öll hin lögin sem maður heyrir. Ég renni þeim yfir og það er allt í lagi með lögin. Mér finnst þau sjaldan eitthvað stórkostleg en það eru svo sem ekkert mörg lög í heiminum stórkostleg. Ég ætti kannski að fara að taka þetta upp og gera eitthvað með þetta. Það að vera í tónlist ætti að snúast um að búa til og taka upp. Skilja eitthvað eftir sig og ekki síst búa til smá katalog með sínu efni. Það er gaman að spila eitthvað eftir sjálfan sig á tónleikum. Það er meira að segja gaman að spila á tónleikum efni sem einhver í bandinu á. Þetta færir mann nær tónlistinni einhvernvegin.
Stundum þegar ég hlusta á lögin mín þá finnst mér allar hugmyndirnar alveg glataðar. Hvernig stendur á því að maður hefur verið í tónlist allan þennan tíma og getur ekki drullað út úr sér einu lagi sem er ekki alveg glatað. Ég hef hitt tónlistarmenn sem hlusta á lögin sín og segja "hlustaðu á þetta ég elska þennan kafla" eða eiga uppáhalds lag eftir sjálfa sig jafnvel þó þau séu alls ekkert merkileg. Ætti ég að senda þau sem eru tilbúin á einhvern til að hlusta og dæma? Eru þau svona slæm eða er hægt að nota eitthvað? Ég vil ekki fá "frábært framtak" feedbakkið sem er sennilega það versta af öllum. Það þýðir eiginlega ég nenni ekki að mæta en þú ert svo duglegur strákur. Svona eins og þegar þú ert ávarpaður "Vinur". Kannski bara " Þetta er nú frábært framtak vinur"!!! NEI þegar ég hata lögin mín vil ég bara fá neikvæða gagnrýni ekki bara þetta er flott hjá þér vinur. Nú er ég búin að skrifa svo mikið neikvætt að ég þarf að standa upp áður en ég verð alverg brálaður. Ég held áfram eftir smá ......
AFSAKIÐ HLÉ
Já ég hata lögin mín en þau eru samt til og ég tek upp þær hugmyndir sem ég fæ. Er sanngjarnt að ætlast til að einhver annar hafi skoðun á lögunum þínum og segi þér hvort hugmyndirnar eru slæmar eða góðar? Hugmyndirnar eru alls ekki komnar í þann búning sem þær gætu fengið og mögulega er bara allt í lagi með þær ef þær eru settar í réttan búning og fá góðan texta. Kannski eru þetta bara lögn þín og þú verður bara að klára þau, rétta svo upp hönd og segja hlustið ef þið viljið ég bjó þetta til.
Sennilega verður þetta ekki besta tónlist allra tíma en samt þín tónlist. Geturðu staðið með því?
Ef svarið er NEI haltu þá áfram ef svarið er JÁ haltu þá áfram.