Jon Hilmar Karason

Jón Hilmar Kárason, February 10 2025

En er það kannski allt í lagi?

Kannski þarf þér bara alls ekki að líka við það sem þú semur. Það er fullt af tónlist sem þér líkar ekki við en er kannski ekkert slæm.  Það er meira að segja fullt af tónlist sem þér líkaði við einusinni en þú fílar ekki lengur. 

Þarf það að stoppa þig við að semja þó þér líki ekki við tónlistina þína? Kannski áttu eftir að sættast fullkomlega við hana síðar og þá er betra að klára það sem þú ert að gera og sjá svo til.  Það er að minnsta kosti einn möguleikinn fyrst þú þráast við að semja þrátt fyrir allt.

Written by

Jón Hilmar Kárason

Previous Afhverju hata ég lögin mín
Next Fyrsti gítartíminn.