• Home
  • Learn to play
  • Ideas & Secrets
  • Podcast/TV
  • Blog
  • Contact

Jon Hilmar Karason

Jón Hilmar Kárason, January 22 2025

Sendu mér smá texta um þig..

Hvað í ósköpunum áttu að skrifa þegar þú ert beðin um stuttan texta um sjálfan þig?  

Þetta getur verið óþægilegt því þetta hljómar alltaf eins og lofræða sem ætti að koma frá einhverjum öðrum en manni sjálfum. 

Það gæti hinsvegar tekið mjög langan tíma að bíða eftir góðri lofræðu frá einhverjum öðrum.  Flestir eru löngu búnir að gleyma því sem þú hefur gert og í raun er öllum sama.  Það er á þína ábyrgð að halda því á lofti sem þú hefur gert.  Alveg eins og tónlistarmenn þurfa að gera með tónlistina sína.

Það er mikilvægt að geta skrifað lofræðu um þig sjálfa.  Það er ein af æfingunum sem við ættum að gera oftar.  Rifja upp það sem við höfum afrekað, stórt og smátt. Og fyrst við gátum það sem er í lofræðunni þá getum við sennilega gert miklu meira.  

Það gefur smá von. 


Written by

Jón Hilmar Kárason

Previous Quitters Friday
Next Afhverju hata ég lögin mín