• Home
  • Learn to play
  • Ideas & Secrets
  • Podcast/TV
  • Blog
  • Contact

Jon Hilmar Karason

Jón Hilmar Kárason, June 28 2021

Athugaðu hina hliðina

Margir tónlistarmenn eru að rísa aftur upp úr sófanum eftir langt hlé. Það er erfitt fyrir marga að standa upp enda er svolítið þægilegt að sitja þar á kvöldin og vera með fjölskyldunni sinni. Sumir sem ég hef talað við minnast jafnvel á að gleðin sé ekki eins mikil við spilamennskuna nú og áður. Það er erfitt að fara aftur af stað. Við ætlum nefnilega að fara af stað alveg eins og áður en kannski er einmitt tíminn núna eftir langt hlé til að athuga hina hliðina.

Ég gerði það einmitt um daginn. Ég var ráðin til að spila að lokinni göngu upp á fjall fyrir ferðafélag. Þegar ég var að undirbúa mig var fyrsta hugsunin sú sama og fyrir stoppið. Hverju ætlar hressi kallinn að dúndra á liðið?  Hvar er stuðprógrammið...? Jéééé jééé jé jé jé!!. Eru ekki allir sexí.? Hversvegna gerir maður alltaf ráð fyrir því að fólk vilji bara stuð? Ég er ekki stuðpinni í eðli mínu og fólk að koma úr göngu svo kannski ætti ég bara að fara allt aðra leið. Kannski ætti ég bara að segja frá sjálfum mér og spila tónlist sem hæfir því sem ég spjalla um? Ég hef aldrei gert svoleiðis. Ætli fólk nenni að hlusta á sögur af sjálfum mér? 

Það fæddist meira að segja lag úr þessum pælingum sem ég er að klára að taka upp. Lag sem ég held að sé bara nokkuð gott og ég hlakka til að lofa þér að heyra. Það gersti oft þegar ég verð spenntur fyrir einhverju. Þá kemur stundum lag alveg fullklárað. Þegar ég samdi stefið fyrir Hundaráð fékk ég símtal og stefið þurfti að verða klárt daginn eftir. Það kom um leið til mín full klárað og ég tók það upp á klukkutíma.

Giggið gekk vel og fólk nennti að hlusta. Ég ætla að gera þetta aftur á næstunni því þetta var allt öðruvísi fyrir mig og ótrúlega skemmtilegt. Það gerist nefnilega eitthvað hjá okkur öllum sem er þess virði að segja frá. Við þurfum bara stundum að snúa hlutunum við og gera þá allt öðruvísi en venjulega, athuga hina hliðina.

Written by

Jón Hilmar Kárason

Previous Ideas & Secrets er komin út!
Next Ekkert skiptir máli!