• Home
  • Learn to play
  • Ideas & Secrets
  • Podcast/TV
  • Blog
  • Contact

Jon Hilmar Karason

Jón Hilmar Kárason, June 13 2021

Ideas & Secrets er komin út!


Þessi plata er instrumental en hljómar samt ekki eins og Mezzoforte. Þessi plata er bræðingur af blús, rokk, funk og jazz en hljómar samt ekki eins og hin hefðbundna íslenska jazzplata. Hún er hrá og lífræn og langt frá því að vera fullkomin í hinum hefðbundna skilningi. Ef við ætlum að segja þér frá hugmyndum okkar og leyndarmálum án orða þá verðum við að vera heiðarlegir. Það eru staðir á þessari plötu sem við hefðum getað spilað aftur og lagað en þá værum við að fegra sannleikann og það er ekki heiðarleiki. Ef við hefðum gert hugmyndir okkar flóknari til þess eins að flækja þær værum við heldur ekki heiðarlegir. Þessi plata var 6 ár að fæðast en upptökuferlið tók 3 daga. Einkennilegt hversu langan tíma tekur að hugsa en skamman tima að framkvæma. Hvert lag á plötunni á sér merkingu og sögu í okkar huga. Sumar sögurnar segjum við í orðum en aðrar verða aðeins sagðar með tónlistinni.

Ég ætla að fullyrða að það hljómar engin önnur íslensk plata eins og Ideas & Secrets. Hvort það sé gott eða slæmt ætla ég ekki að dæma um enda er það í þínum höndum. 

Birgir Baldursson er einstakur trommari sem gefur verkefninu mikla vigt og heilmikið goove. Hann trommar hvert lag því til heiðurs og reynir að ná fram því besta úr laginu í hvert skipti. Magnús Jóhann kom í studióið, tengdi græjurnar og byrjaði að spila. Hann bjó til töfraheim hljóða og tóna á plötuna sem liggja vel að þeim pælingum sem við höfðum hugsað okkur.  Einstakur tónlistarmarður sem færði tónlistina á næsta plan. Villi Jóns teiknaði fyrir okkur artworkið á plötuna og er apinn orðin okkar aðalsmerki. Hann kemur með listrænt innsæi í verkefnið og er það ótrúlega mikilvægt. Ívar “Bongó” Ragnarsson sá um að hljóðblanda og mastera. Hann sýndi verkefninu mikla þolinmæði og gaf því ótrúlega mikið með melodísku mixi. Það má segja að mixið hans Ívars sé í raun fimmti hljóðfæraleikari plötunnar. Einnig var dásamlegt að taka upp hjá Vinnie Woods í Studio Silo á Stöðvarfirði. Það er engu líkt að taka upp tónlist á svo fallegum og friðsælum stað. Tónlistina semja þeir Jón Hilmar gítarleikari og Þorlákur bassaleikari.

Senga´s Choice:

Jón Hilmar Kárason gítar og lagasmíðar

Þorlákur Ágústsson bassi og lagasmíðar

Birgir Baldursson trommur

Magnús Jóhann  keys

Ívar Ragnarsson Mix og master

Villi Jóns Artwork og teikningar

Tekið upp af Vinnie Woods í Stúdio Silo.

Ég vona að þú hlustir einusinni eða tvisvar og segir þína skoðun opinberlega því það hjálpar. Það hjálpar meira að fá eina stjörnu en enga umfjöllun. 


Written by

Jón Hilmar Kárason

Previous Öruggur staður er hættulegur staður.
Next Athugaðu hina hliðina