• Home
  • Learn to play
  • Ideas & Secrets
  • Podcast/TV
  • Blog
  • Contact

Jon Hilmar Karason

Jón Hilmar Kárason, September 5 2021

Ekkert skiptir máli!

Stundum finnst okkur list vera asnaleg og þá er hún það fyrir okkur. Stundum gefum við henni séns og þá fer hún að meika sens. Tónlist er lifandi listform og þess vegna þarf maður stundum að sjá listamanninn læf til að listin meiki sens fyrir okkur. 

Ég hafði séð listamann í sjónvarpi sem mér fannst vera í algjöru rugli. Tónlistin var algjör tjara fyrir mér og tónlistin er líka mjög skrítin. Hvað er það sem fær einhvern til að búa til eitthvað svona skrítið? Fyrir hvern er skrítin list? Langflestir sem hlusta hrista bara hausinn og skilja ekki neitt.

Í sumar sá ég þessa listakonu sem er DJ Flugvélar og geimskip. Þá fór þetta að meika sens fyrir mér. Þetta var leikhús í bland við sögur af geimverum og einhverju furðulegu. Það sem lét þetta allt meika sens fyrir mér var þó ekki endilega upplifunin af tónleikunum þó ég hafði gaman af þeim. Á mixerborðinu hennar var settning sem skipti öllu máli.

"Ekkert skiptir máli" 


Written by

Jón Hilmar Kárason

Previous Athugaðu hina hliðina
Next Nokkrar hugmyndir til að koma þér af stað.