• Home
  • Learn to play
  • Ideas & Secrets
  • Podcast/TV
  • Blog
  • Contact

Jon Hilmar Karason

Jon Karason, July 3 2022

Búðu það til

Það er svo auðvelt að hugsa "hvað er ég að gera hér?" þegar maður sér hvað allir hinir eru svo miklu betri. 

Hvaða stað hef ég meðal allra þessara ótrúlegu tónlistarmanna sem syngja eins og englar, semja eins og stórskáld, spila eins og hetjur og performa eins og gyðjur?

"Mig langar svo að gera podcast en öll topic eru komin með podcast." sá ég einhvern skrifa um daginn. Hvaða stað í öllu þessu podcast flóði á einhver sem langar að gera podcast? 

Hvaða stað hefur sá sem hætti í skóla en allar atvinnuauglýsingar krefjast studentsprófs í dönsku?

Hvaða stað á spilarinn sem fær aldei að vera með? Það er alltaf hringt í alla aðra en mig...

Þú ert nóg...

...er frasi sem hægt er að skilja á mismunandi hátt.  Við skiljum hlutina oftast á þann hátt sem hentar okkar viðhorfi.  

Það er alltaf pláss fyrir þann sem gerir en það er ekki endilega pláss fyrir þann sem getur.  Þú getur búið til þinn stað og enginn gerir það fyrir þig. Vertu duglegri, hringdu oftar, lærðu meira, spilaðu meira. Réttu alltaf upp hönd og segðu þína sögu. Vertu byrjandi og gerðu mistök. Lærðu dönskuna ef þú verður. Settu óraunhæf markmið.

Þú getur valið viðhorfið þitt og þú getur byrjað núna. Láttu það gerast. Búðu það til!

Það verður skemmtilegt, auðvelt og það gengur örugglega upp og auðvitað getur þú gert það. Þetta er allt dagsatt nema þetta með skemmtilegt, auðvelt og að það gangi upp. Ég vona að þú gerir það samt. - Seth Godin

Written by

Jon Karason

Previous Vertu Pró þó þú sért Amatör
Next Segðu það, þó það sé töff