• Home
  • Learn to play
  • Ideas & Secrets
  • Podcast/TV
  • Blog
  • Contact

Jon Hilmar Karason

Jon Karason, June 16 2022

Vertu Pró þó þú sért Amatör

"Fokking amatörs" heyrðist einusinni á hátíðarsviðinu á Neistaflugi þegar Todmobile voru að koma sér fyrir. Við sveitastrákarnir höfðum aldrei heyrt á directbox minnst eða backline. Við stilltum bara upp og tókum sánd. Ef það hljómaði vel í okkar eyru þá dugði það. En strax eftir að töffarinn sem sagði þessi orð tók eftir að við stóðum þarna varð hann allt í einu ekki lengur töff og horfði skömmustulegur á mig og sagði "Fyrirgefðu".  Sem var mjög töff eftir á að hyggja. En við vorum ekki að spila sama leik og alvöru böndin og auðvitað algjörir viðvaningar.  Við lærðum helling á að vera kallaðir fokking amatörs. 

Það er nefnilega alveg hægt að vera amatör og vera pró.

Næst þegar þú spilar einhversstaðar eða ert að sjá um viðburð hafðu þetta í huga.

1. Já þýðir já. Ef þú tekur eitthvað að þér þá klárar þú verkefnið eins vel og þú getur. Ég lendi allt of oft í því að redda giggum fyrir einhvern sem hefur ráðið ópró amatöra sem bakka út með stuttum fyrirvara. Ég hef alltaf haft þessa reglu og hún styrktist þegar Sigga Beinteins var að spila með okkur einusinni hér í Neskaupstað fyrir lámarksprís og nokkrum dögum eftir að ég réði hana fékk hún risatilboð frá stóru fyrirtæki. Svarið hennar var "Því miður ég er bókuð". Hún mætti svo auðvitað hingað, lengst út í rassgat og stóð við sitt. Performaði eins og drottningin sem hún er. Þú ert pró þó þú sért amatör ef Já þýðir Já.

2. Taktu sánd. Alltaf og alltaf mættu og prufaðu græjurnar sem þú ert að fara að spila í. Ef þú ert að sjá um hljóðið fáðu þá sem ætla að spila til að mæta og taka sánd. Það eina sem þú þarft að vita þegar þú tekur sánd er líður mér vel og heyri ég í því sem ég þarf. Það þarf ekkert að hafa meira vit á hlutunum en það. Það að taka sánd er ekki bara fyrir þig heldur líka gestina þína. Að allt sé tilbúið þegar atriðið byrjar er pró.         Þú ert pró amatör ef þú tekur sánd.

3. Hjálpaðu til. Stundum er ég ráðin til að spila ball td á minni árshátíðum þar sem dagskráin er í molum. Ekkert fyrirfram ákveðið og engin atriði til að halda uppi dagskránni. Hver vill koma fram eftir leiðinlega árshátíð? Ekki ég að minnsta kosti. Þá reyni ég að hjálpa til og jafnvel koma sjálfur með atriði þó það hafi ekki verið fyrirfram ákveðið. Þú sérð kannski að það eru engin ljós á sviðið eða að hljóðið er í steik. Þú getur kannski hjálpað til með það. Það man kannski engin eftir því daginn eftir að þú hjálpaðir til með ókeypis atriði eða að þú settir reverb á söngmækinn en kannski skemmtu sér allir aðeins betur. Það er pró að hafa fyrst og fremst hag gestana fyrir brjósti. Þú ert pró amatör ef þú hjálpar til.

4. Vertu undirbúin. Það að undirbúa atriðið eða veisluna skiptir öllu.  Fyrir hvern? Hvað þarf ég? Hverjir koma fram? Hvað getur klikkað? Þarf ég aðstoð? Við hvað ertu hrædd? eru til dæmis nokkrar spurningar til að undirbúa þig.  Æfðu lagið og hugsaðu hvað þú ætlar að segja. Áttu sögu sem passar við lagið sem þú ætlar að spila? Ég veit að þú ert smeik við að tala en það bætir svo miklu við atriðið þitt.  Bestu atvinnumennirnir sem ég hef unnið eru ekki endilega bestu spilararnir heldur þeir sem undirbúa sig.      Vertu pró amatör og undirbúðu þig vel.

Amatör er nefnilega dregið af gríska orðinu Amor sem við vitum flest hvað þýðir. Amatör þýðir sá sem gerir eitthvað af ástríðu. Þetta er nefnilega mjög fallegt orð sem við eigum að bera virðingu fyrir. Ef þú ert alvöru atvinnumaður viltu helst ekki losna við amatör stimpilinn þvi þá er það sem þú elskar kannski horfið úr því sem þú gerir. 

Vertu Pró Amatör!

JHK

Written by

Jon Karason

Tags

Previous Þegar ég hef ekkert að segja...
Next Búðu það til