• Home
  • Learn to play
  • Ideas & Secrets
  • Podcast/TV
  • Blog
  • Contact

Jon Hilmar Karason

Jon Karason, September 12 2022

Segðu það, þó það sé töff

Það er ýmislegt sem þú þarft að hugsa um þegar þú talar um annað fólk við annað fólk og stundum segi ég hluti sem hljóma öðruvísi fyrir mér en þeim sem ég er að tala við.  Stundum eru smáatriði fyrir mér alls ekki smáatriði fyrir þá sem eru að hlusta. Stundum er sagan eða settningin sem ég segi skilin öðruvísi en ég sá fyrir mér.

Ég var svo heppin að kynnast einum stærsta tónlistar Youtuber heims um daginn, Rick Beato, og í fyrirlestri sínum í Hörpu talaði hann um að ekkert komi í stað tónlistarkennara þó þú getir lært allt á Youtube.  Tónlistarkennari þarf nefnilega að segja þér að leiðrétta ákveðna hluti sem þú heyrir ekki sjálf þegar þú spilar og kennarinn á Youtube getur alls ekki lagað. Tónlistarkennarinn er aðeins að hjálpa þér og meinar alls ekkert persónulegt þegar hún bendir þér á hvað þú getur lagað.

Þegar þú talar þarftu einhvern eins og tónlistarkennara sem þorir að benda þér á hvar þú gætir bætt þig.  Þó þú getir lært allt af Youtube kemur ekkert í staðin fyrir góða endurgjöf. Það þarf mikinn kjark til þess að horfa í augun á vini eða samstarfsfélaga og segja honum hvað þér finnst að þurfi að laga. Ef þú vandar þig er það kannski besta gjöf sem þú getur nokkurtíma gefið.

Þegðu það, þó það sé töff.


 

Written by

Jon Karason

Previous Búðu það til
Next Lærðu að tala