• Home
  • Learn to play
  • Ideas & Secrets
  • Podcast/TV
  • Blog
  • Contact

Jon Hilmar Karason

Jón Hilmar Kárason, March 28 2021

Ef afa Jón talaði við unga Jón

Ég er orðin afi. Það er mjög skrítið að hugsa til þess því afar eru svo gamlir. En þetta setur mig samt á þann stall að nú er ég hættur að vera ungur og vitlaus sem flestir eru langt fram eftir aldri og ég klárlega þar með talin.  Ég var vitlaus alveg fram til 21.febrúar 2011. Svo hef ég verið að skána hægt og rólega og verða aðeins minna vitlaus með hverju árinu.  Á þeim tímapunkti áttaði ég mig á að það væri ég sem setti markið ekki einhver annar. Ég áttaði mig á að ég væri miklu meira en einhver sem mætti í vinnuna til að fá laun. Ekki að það sé neitt slæmt en við getum mætt í vinnuna til að verða betri, til að hafa áhrif og til þess að skipta máli. Á þessum tímapunti var ég alveg að gefast upp á því að kenna og ég komst að því þarna að ástæða þess var sennilega sú að ég valdi ekki réttu hugsunina. Ég var alltaf að velja sannleikann á kostnað þess hjálplega.

Við nefnilega getum valið sjónarhornið sem við sjáum hlutina frá. Við getum gert það í dag og svo aftur á morgun. Við þurfum ekki að sjá hlutina eins á hverjum degi. Við getum valið hugsannir okkar og að læra að gera það er kannski það mest frelsandi af öllu. Það var ekki auðvelt fyrir mig því við þetta var svo framandi fyrir mér. Ég hafði alltaf tekið hugsunum mínum sem sannleika og við gerum það flest. Vandinn við sannleikann er að hann er ekki endilega hjálplegur.  Við ættum að velja hjálplegar hugsanir frekar en sannleikann því sannleikurinn er svo endanlegur.

Ég get ekki sungið. Ég er ljótur. Ég er feiminn. Ég er heimskur. Ég er vitlaus. Ég get ekki samið lag. Ég gæti aldrei farið uppá svið. Ég verð alltaf svo stressaður þegar ég tala við einhvern. Ég gæti aldrei gert það sem þú gerir.....

Ég gæti haldið áfram að telja upp en mig langar að biðja þig um að halda áfram frekar en að ég geri það. Finndu allar sönnu hugsanirnar í hausnum á þér.  Skoraðu allt sem þú telur þig vera og allt sem þú segir þér að þú getir ekki á hólm.  Leitaðu sérstaklega á þeim stöðum sem þig langar að losna við sannleikann og varaðu þig á skrimslinu undir rúmi.  Það vil nefnilega halda í sannleikann.  Svo annaðhvort breiðir þú sængina aftur yfir haus eða kíkir undir rúm. Þú getur nefnilega miklu meira en þú getur ímyndað þér og það er sko ekkert smá!

Svo ef afa Jón myndi fá tækifæri til að tala við unga Jón væri þetta eitt af ráðunum. Veldu hjálplegar hugsannir frekar en þær sönnu því sannleikurinn er svo endanlegur.


Written by

Jón Hilmar Kárason

Previous Að hafa samúð með ljótum gítarhljómum
Next Láttu skína í skallann!