• Home
  • Learn to play
  • Ideas & Secrets
  • Podcast/TV
  • Blog
  • Contact

Jon Hilmar Karason

Jón Hilmar Kárason, April 10 2021

Láttu skína í skallann!

Þegar ég var að horfa á myndband af steggjuninni hans Snúru-Valda ákvað ég nú væri komin tími til að láta skallann skína. Ég sá skot ofan á hausinn á mér og hann stóð þarna uppúr greiið og næsta dag þá rakaði ég af mér allt hárið. Það var erfitt fyrst. Ímyndaðu þér hvað það er erfitt að skipta um hárgreiðslu fyrir marga. Það er eiginlega alveg crazy.

Ég kann nokkrar alveg dásamlegar sögur af mönnum sem þorðu ekki að láta skallann skína og fengu sér kollu til að fela þennan fallega galla. Hvað gerir maður er með báðar hendur fullar og er fyrir framan fullt af fólki, kollan losnar og hangir fram yfir andlitið á manni? Hver er það eiginlega sem ákvað að þetta væri galli? 

Svo fór einn nemandi minn í klippingu og bað um að fá alveg eins klippingu og Jón Hilmar væri með bara ekki raka uppí (kollvikin sko).

Þegar Arnold Schwarzenegger kom til Hollywood til að meika það var honum sagt að þessu fáránlegi hreimur yrði honum til travala. Hann yrði að fá sér talkennara til að tala eins og maður. Það ákvað einhver að þetta væri galli.

Hann ákvað hinsvegar að nýta þennan galla því suma má alls ekki laga. Stundum er gallinn í  spilamennsku okkar eða fari einmitt okkar mesti styrkur.  Okkar rödd gæti verið allt öðruvísi en allra hinna og því verðum við að fagna alveg eins og skallanum á hausum á okkur. Er við erum hrædd við að vera eins og við erum lendum við alltaf í vandræðum. Við erum hinsvegar mjög oft búin að breyða yfir "sgallana" og það getur tekið tíma að komast aftur að kjarnanum. Ég var til dæmis lengi að rembast við að komast frá rótum mínum í blús-rokki því alvöru spilarar þeir fara alltaf út í jazz. Ég hálf skammaðist mín fyrir að spila eins og ég geri... og geri enn stundum. 

Þetta er alveg nákvæmlega það sama og þegar við semjum og gefum út tónlist. Hver hefur ekki verið að semja og fundist hugmyndin of einföld eða of væmin eða of lík einhverju.  Við verðum sennilega að lofa tónlistinni sem er þarna inna að koma út.  Byrja svo aftur og sjá hvað gerist þá. Ef við gerum það ekki kemur alls ekki neitt. Ekki einusinni galli.

Láttu skína í s-gallann þinn og taktu því sem kemur fagnandi!

Hey ertu búin að hlusta á tónlistana mína? Hún er svolítið öðruvísi en annað sem er í gangi í dag. Smelltu hér og hlustaðu og mundu þú verður að hlusta í 30 sec svo það telji hjá Spotify :)



Written by

Jón Hilmar Kárason

Previous Ef afa Jón talaði við unga Jón
Next Handbremsur og hugmyndir.