• Home
  • Learn to play
  • Ideas & Secrets
  • Podcast/TV
  • Blog
  • Contact

Jon Hilmar Karason

Jón Hilmar Kárason, February 22 2021

Þegar það verður erfitt

Það er ekkert auðveldara í heiminum en að sitja allan daginn yfir verkefni þegar maður er í flæðinu. Og það er ekkert erfiðara en að koma sér að verki þegar maður er ekki í flæðinu. Hvað ef maður þyrfti ekki að treysta á eitthvað flæði? Hvernig get ég unnið það sem ég á að vera að gera án þess að vera í einhverju sérstöku ástandi? Það er nefnilega erfitt að hafa lélegasta yfirmann í heimi þegar það verður erfitt. Hann gefur manni alltaf frí en hraunar yfir þig þrátt fyrir það. Hann vekur þig á næturna og lætur þig hafa áhyggjur án neinnar ástæðu og heldur fyrir þér vöku. Hann verðlaunar þig aldrei fyrir það sem heppnast vel. Þessi yfir maður ert þú og það er komin tími til að þjálfa hann í að vinna vinnuna sína.

Vonandi hefur þú upplifað flæði. Sennilega hefur þú verið að gera eitthvað og allt í einu hafa liðið 5 klst án þess að þú hafir tekið eftir því.  Ég lenti oft í flæði þegar ég spilaði sem mest á gítarinn en í sannleika sagt hef ég ekki spilað mikið í covidinu og það er einmitt ástæða þess að ég hef ekki lent í flæði við að spila á gÍtarinn. Ég get nefnilega skapað aðstæður þar sem flæðið kemur. Hvaða töfrar eru það? 

Það eru sömu töfrar og Gunnar Helgason notar þegar hann skrifar bækur. Ég dáist alltaf að Gunnari því hann kann þessa töfra. Hann bíður ekki eftir því að verða inspíraður. Hann sest bara niður og skrifar. Þegar hann er búin með bók þá sendir hann hanan frá sér og byrjar á næstu. 

Þegar það verður erfitt er þetta einmitt það mikilvægasta. Að setjast niður og gera það sem þarf að gera. Alveg eins og þú gerðir í gær og daginn þar áður. Þetta heitir að vera pró. Vinna vinnuna sama hvaða dagur er og sama í hvernig skapi þú ert.  

Að gera er það eina sem skiptir máli.


Written by

Jón Hilmar Kárason

Previous Hver vill hlusta á tónlistina mína?
Next Ég vildi óska ....