• Home
  • Learn to play
  • Ideas & Secrets
  • Podcast/TV
  • Blog
  • Contact

Jon Hilmar Karason

Jón Hilmar Kárason, February 20 2021

Hver vill hlusta á tónlistina mína?

Engin er það fyrsta sem manni virðista alltaf detta í hug. Það er sennilega ekki fjarri lagi en málið er að engin í stóra samhenginu er kannski nóg. Engin er nefnilega ekki 0. Mamma og pabbi gætu hlutstað og fundist tónlistin geggjuð. Svo talan er ekki núll. Ef hún er ekki núll hver er hún þá?

Tónlist er þannig að mér getur fundist hún hundleiðinleg en einhver annar finnur meiningu í henni og nákvæmlega þar ætla ég að leita. Ég þarf ekki að finna neitt voðalega marga sem vilja hlusta aftur en það er einmitt málið. Sá sem hlustar þarf helst að vilja hlusta aftur. 

Það sem gerist einusinni gerist aldrei aftur en það sem gerist tvisvar gerist næstum alltaf í þriðja skiptið. - Arabískt máltæki

Tónlistin sem við eru að gera er ekki fullkomin. Það veit ég vel sjálfur og það sem maður bíður eftir þegar tónlistin fer að hljóma er þegar einhver stendur upp og bendir á þig og segir ahhhh sjáiði hann er ekki í neinum fötum. Þetta er léleg og leiðinleg tónlist. Og maður segir já ég veit ég hefði getað gert þetta betur og jú sennilega er ekkert varið í þetta. Ég æfði mig í þessari tilfinningu í gær. Þá sendi ég plötuna á mann sem hefur hlustað mikið á svona tónlist og bað hann um að finna neikvæðu fletina á plötunni. Og þegar ég heimsótti hann og spurði hvort hann væri búin að hlusta kom hann með það sem honum þótti neikvætt eftir fyrstu hlustun. Alveg eins og ég bað um. VÁ hvað það var erfitt! Ég bað hann um að vera neikvæðan og svo var hann það og mér brá bara samt. Hann tók plötuna ekkert af lífi en hann kom bara með neikvæða punkta. Ég var svolítið aumur það sem eftir lifði dags. Þetta var samt mjög góð æfing. Lokapunkturinn var samt sá að þetta væri í heildina gott stöff og eftir næstu hlustun kæmi heildargagrýnin með jákvæðu punktunum líka.

Ég er á fullu að kynna mér aðferðir og leiðir til að koma tónlistinni út um allt. Heimurinn er orðin svo lítill að það er hægt að finna einhvern einn eða tvo í USA og annan í Kína með réttu leiðunum. Og ef þeir hlusta tvisvar þá kannski hlustar einhver með þeim í þriðju hlustuninni. Þetta er allt annað en auðvelt en allt annað en ómögulegt líka. Hér eru nokkrir hlustir sem ég er að hugsa um í dag.

1. Sagan skiptir öllu máli.

Það er alveg sama hvað þú ert að selja eða sýna þá skiptir sagan öllu máli. Það eru sögur út um allt á þessari plötu. Öll lögin eru um hugmyndir eða leyndarmál. Meira að segja hefur nafnið Senga´s Choice sögu. Það þarf bara að koma sögunni frá sér á réttan hátt.

2. Það skiptir máli að flokka tónlistina rétt

Og það er erfitt. Ég var að hugsa um að flokka tónlistina sem Fog Prog en þá ratar hún ekki til þeirra sem vilja hlusta því hver veit hvað það er? Í hvaða flokk fer þessi tónlist? Þetta er ekki Jazz en kannski smá fusion... jazz. Þetta er kannski rokk en ekki mikið. Þetta er smá blús og svo framvegis. 

3. Hversu mikin pening á að setja í þetta?

Lámark af vínyl eru 250 stk. þau kosta um 300 þús. Hversu marga geisladiska á að taka? Þeir kosta líka slatta. Ættum við að vera á Bandcamp með pro áskrift? Vera með áskrift að playlisthunter? Náum við að selja upp í þennan kostnað þrátt fyrir að vera með styrki sem hjálpa til? Eru nokkrir hundraðþúsund kallar í mínus fórnarkostnaðurinn fyrir að gefa út tónlistina sína?

4. Hver er leiðin til þess að fá áhugasama til að hlusta?

Áhugasamir vita nefnilega ekki enn að þeir séu áhugasamir. Útvarpsspilun er sennilega ekki í myndinni. Kannski á Rás 1 en maður heyrir ekki mikið af instumental tónlist í útvarpinu. Það á samt að reyna og senda öllum sem þér dettur í hug kynningu á tónlistinni. Það er nefnilega auðvelt og ef ég útbý cool kynningu þá kannski. Ef þú sendir 100 manns þá kíkja kannski 10-20 manns á póstinn. Ef ég sendi þeim eitthvað öðruvísi þannig að fólk verði hissa og forvitið. Þetta er allt partur af sögunni sem þarf að segja.

5. Dugar tónlistin ein og sér?

Nei og það er langt frá því. Og það skiptir ekki máli hvort hún sé alls ekki nógu góð eða meira en nógu góð þó þetta síðara sé einfaldara. Þegar þú ert búin að senda frá þér tónlistina þá er það ekki þitt mál hvort hún sé nógu góð eða ekki. Fólkið sem fær að heyra dæmir um það en þú verður að tryggja það að fólk fái að heyra.

Ef hún er nógu góð fyrir fólkið sem vil hlusta og þú kynnir hana rétt þá gerist eitthvað. Ef hún er ekki nógu góð fyrir fólkið sem gæti viljað hlusta en þú kynnir hana vel þá veistu það. Þá getur þú sest niður og byrjað uppá nýtt með ýmislegt í farteskinu sem þú hafðir ekki áður. Þetta snýst nefnilega allt um þetta. Búa eitthvað til segja eins hátt og þú getur "Hey ég gerði þetta".  Svo byrjar þú aftur upp á nýtt þó svo að allt hafi gengið eins og í sögu eða klúðrast big tæm.

Written by

Jón Hilmar Kárason

Tags

Previous Hvað kostar tíminn þinn?
Next Þegar það verður erfitt