• Home
  • Learn to play
  • Ideas & Secrets
  • Podcast/TV
  • Blog
  • Contact

Jon Hilmar Karason

Jón Hilmar Kárason, March 1 2021

Ég vildi óska ....

Að ég hefði byrjað fyrr ..

Að ég hefði æft mig meira ..

Að ég hefði byrjað að syngja fyrr ..

Að ég hefði byrjað að semja fyrr ..

Að ég hefði klárað plötuna mína fyrr ..

Að ég væri byrjaður á þeirri næstu ..

Að ég hefði skrifað bókina ..

“Ef þú horfir of mikið í baksýnisspegilinn þá endar þú með að keyra á”  - - Bjartmar Guðlaugsson

Það eina sem skiptir máli er það sem þú ert að gera núna. Ekki það sem þú gerðir í fyrra eða það sem þú gerðir ekki fyrir 20 árum. Það að ætla að byrja á morgun er kannski jafn slæmt og að hafa ekki byrjað í gær. 

Byrjaðu strax í dag á því sem skiptir þig máli því mjög oft verður seinna aldrei. 


Written by

Jón Hilmar Kárason

Previous Þegar það verður erfitt
Next Að gleðjast yfir litlu.