• Home
  • Learn to play
  • Ideas & Secrets
  • Podcast/TV
  • Blog
  • Contact

Jon Hilmar Karason

Jon Karason, June 10 2022

Þegar ég hef ekkert að segja...

Þá geri ég eins og núna, ég byrja að skrifa. Ég veit ekki um hvað ég ætla að skrifa en ég byrja bara. Ef ég byrja og skrifa það sem kemur upp í hugann getur tvennt gerst. Eitthvað áhugavert kemur niður á blað eða ég bulla bara eitthvað.  Það skiptir sennilega ekki miklu máli hvort það verður.  En eitt er alveg öruggt að ef ég byrja ekki þá gerist ekkert hvort sem ég hef frá einhverju að segja eða ekki. 

Máltækið "Hálfnað verk þá hafið er" hljómar eins og klisja en hversu mörg okkar byrja aldrei því við höldum að við höfum ekkert fram að færa?  Kannski er einmitt mikilvægt að skrifa um að maður hafi ekkert að segja til þess að komast að því hversvegna það er.

Written by

Jon Karason

Previous Nokkrir hlutir sem þú ættir frekar að æfa en að æfa þig á gítarinn!
Next Vertu Pró þó þú sért Amatör