• Home
  • Learn to play
  • Ideas & Secrets
  • Podcast/TV
  • Blog
  • Contact

Jon Hilmar Karason

Jón Hilmar Kárason, March 17 2022

Nokkrir hlutir sem þú ættir frekar að æfa en að æfa þig á gítarinn!

Auðvitað erum við gítarleikarar upptekin af því að æfa okkur á gítarinn. Það hýtur að skipta mestu máli fyrir gítarleikara að æfa sig að spila. Ég, gítarkennarinn sjálfur ætla samt að færa rök fyrir því að það skipti alls ekki mestu máli fyrir okkur að vera dugleg að æfa á gítarinn. Ég hef verið að hugsa svolítið um þetta bæði út frá mínu starfi sem tónlistarmaður og í kjölfar umræðu okkar Jóhanns Inga um gítarnámskránna. Það eru nefnilega mikilvægari atriði fyrir hin venjulega gítarleikara að hugsa um og æfa sig á en að spila tónstigana sína.  

1. Æfðu þig að synga fyrir aðra.

Það eru til mun stærri vandamál heldur en hvort einhver segi aulabrandara um að fela gítarkaupin fyrir kjéddlingunni. Þetta vandamál er mjög algengt meira að segja meðal tónlistarmanna. Vandamálið er að tönglast endalaust á því að "ég get ekki sungið". Söngur er nefnilega aðeins fyrir hina útvöldu. Ég hef talað um það áður en ég þorði ekki að syngja fyrr en fyrir tiltölulega stuttu síðan og er enn að rembast við að þagga niður í röddinni sem segir mér að hætta. Þessi rödd verður aðeins hljóðari með tímanum og skiptin eru örlítið færri þar sem hún fær að ráða. Það að sættast við röddina sína og leyfa henni að hljóma er mikilvægara en að spila á gítarinn.  Það að þora að syngja og geta spilað á gítar er besta blandan. Svo byrjaðu núna. Taktu upp gítarinn og leyfðu ljótu ömurlegu röddinni þinni að gaula með. Hún skánar með tímanum og þó hún verði kannski aldrei frábær þá er þetta röddin þín og þú finnur hvergi meira sjálfstraust en með því að sigrast á þessum stóra veikleika að þora ekki að syngja. 

3. Æfðu þig í að semja lag

Það er æfing að semja lag og kannski verða fyrstu 20 lögin sem þú nærð að kára alls ekkert góð. En kannski þarftu að semja 20 lög sem eru alls ekkert góð til að semja lag sem þú ert ánægð með.  Þú þarft bara að geta spilað tvo hljóma til að semja lag svo það er ekki eftir neinu að bíða. Opnaðu voice memos í símanum. Taktu upp, spilaðu Em og byrjaðu að raula. Ég held að þetta skipti meira máli en að æfa sig á gítarinn. 

5. Gerðu meiri vitleysu

Skipulegðu tónleika með sjáfri þér á barnum eða á kaffihúsinu. Ég myndi bóka tónleika eftir 1-6 mánuði, negla dagsettningu og það er bannað að hætta við.  Kannski getur þú sótt um styrk og fengið gest til að syngja eða spila með þér. Svo ákveður þú nokkur lög til að flytja.  Svo kemur að tónleikunum og þó þú sért 100% undirbúin þá ertu alls ekki tilbúin í þetta en þú gerir þetta samt. Það mæta bara tveir en það skiptir ekki máli. Núna ertu komin af stað og getur haldið aftur tónleika fljótlega. Eftir nokkur skipti fer þetta að vera auðveldara og þú finnur sjáfa þig vaxa. Þannig virkar þetta.  Ég held að þetta sé mikilvægara en að æfa sig á gítarinn. Þetta orsakar það reyndar að þú verður að vera mjög dugleg við að æfa þig á gítarinn.

Hvort kom á undan eggið eða hænan?



Written by

Jón Hilmar Kárason

Previous Olía á eldinn.
Next Þegar ég hef ekkert að segja...