• Home
  • Learn to play
  • Ideas & Secrets
  • Podcast/TV
  • Blog
  • Contact

Jon Hilmar Karason

Jón Hilmar Kárason, September 6 2021

Nokkrar hugmyndir til að koma þér af stað.

Byrjaðu núna

Ekki bíða eftir neinu. Byrjaðu að spila strax í dag. Það þarf ekki að vera lengi og það þarf ekki að vera fallegt. Það skiptir meira máli að gera en geta því ef þú vandar þig og spilar eitthvað smá á hverjum degi þá getur þú spilað.

Gefðu þér leyfi

Þetta er trikkí. Það er erfitt að setjast niður með hljóðfæri og lita út eins og auli. En það fylgir þessu. Þú verður að gefa þér leyfi til að gera ekkert nema mistök og þú verður að gefa þér leyfi til þess að hljóma eins og byrjandi í dágóðan tíma. Þetta verður skemmtilegra og skemmtilegra.

Talaðu vel um sjálfa þig við sjáfa þig

Þú ert bara að byrja svo gefðu þér slaka. Það eru ekki allir sem láta slag standa og byrja svo vertu ánægð með það. Þú þarft að vera mjög vel vakandi yfir því þegar hausinn á þér fer að velta upp þeirri hugmynd hvort þú sért alveg glötuð og ekkert gangi. Hann mun gera það á meðan þú andar. Ekki hlusta. Talaðu vel um sjálfa þig við sjálfa þig.

Hvað langar þig að gera?

Láttu þig dreyma svolítð. Hvaða lag langar þig mest af öllu til að geta spilað? Væri ekki gaman að geta tekið gítarinn með í partíið? Ætli þú spilir einhvertíma í Hörpu eða semjir lag? Mér finnst best að setja markið of hátt. Hvað er of stórt markmið fyrir þig?

Finndu þér kennara

Það mætti segja að þú sért búin að finna kennara fyrst þú ert hér:) En hvort sem þú heyrir í mér eða öðrum, kíkir á youtube eða kaupir þér námskeið á netinu settu smá pening í að læra. Ef það er eitthvað sem borgar sig margfalt þá er það að setja peninginn sinn í það sem mann langar að læra. Það setur alvöru í málið og fækkar afsökununum.

Written by

Jón Hilmar Kárason

Previous Ekkert skiptir máli!
Next Pínulitlu skrefin