Jon Hilmar Karason
Það er fátt sem toppar það að fá áhugasaman nemanda í fyrsta gítartímann. Allt sem gerist í tímanum er umvafið töfrum og möguleikum. Allt verður spennandi og áhugavert og það er sama hvort nemandinn er 70 ára eða 7 ára og sama hvort viðkomandi hefur aldrei áður spilað á gítar eða hefur spilað áður þá sjá þeir inn í heim sem áður var lokaður. Það er dásamlegt að vera á stað þar sem við sjáum ekkert nema möguleika. Það er ótrúlega spennandi staður að vera á.
Það að sjá möguleikann er mjög spennandi en að láta möguleikann raungerast er vinna. Og að vinna að einhverju sem skiptir máli tekur tíma. Þegar vinnan tekur yfir þá eigum við það til að gleyma töfurnum og möguleikunum. Töfrar eiga það til að hverfa í hversdagsleika.
Það skiptir máli fyrir þig að leita að töfrunum í tónlistinni. Finna aftur fyrsta gítartímann. Bestu tónlistarmennirnir ná að halda í þessa töfra allt lífið og eldurinn virðist aldrei dofna.
Það er ákveðið markmið að vera alltaf í fyrsta gítartímanum.