Jon Hilmar Karason
Ég hef bloggað um það áður hvað það var mikið stökk og hvað ég var skíthræddur að hætta að kenna við skólann sem ég hafði gert svo lengi og fara að vinna sjálfstætt. Ég var alveg heilt ár að taka stökkið. Það að fara út í óvissu er hræðilega skerí og það að fara í gítartíma er nákvæmlega þannig.
Það er skerí að hitta einhvern og sýna honum á hvaða stað maður er. Að einhver bendi okkur á alla hlutina sem við hefðum átt að vera búin að æfa. Ég finn það alveg lika þegar ég tek gítartíma sjálfur. Meira að segja þó það sé alls ekki fyrsti gítartíminn og þó að ég sé hinumegin við borðið lang oftast.
Málið er að þetta á að vera svona. Það sem skiptir máli á að vera pínu ógnvekjandi. Það sem skiptir máli er mjög oft á ókönnuðu landssvæði. Þegar við förum þangað erum við ókunnug og óörugg. En þegar við komumst yfir það verður nýr staður spennandi.
Taktu fyrsta gítartímann þó þú þorir það alls ekki.