• Home
  • Learn to play
  • Ideas & Secrets
  • Podcast/TV
  • Blog
  • Contact

Jon Hilmar Karason

Jón Hilmar Kárason, June 7 2021

Ég hef ákveðið að....

.... byrja í dag. Það er reyndar alltaf besta ákvörðunin. Sú ákvörðun er miklu betri en ég ætla að byrja á morgun. Því á morgun verður aftur "á morgun".  Undantekningin gæti þó verið að skúra eða gera eitthvað svoleiðis. Það er kannski ágætt að bíða með það til morguns.

Ég byrjaði í dag á kjötmataræði og ég ætla að prufa það í 30 daga. Ég er oftast lélegur í svona túrum en mig langar að sjá hvað þetta gerir fyrir mig. Sjáum til hvernig þetta gengur. 

Í dag ætla ég að klára verkefnin sem hafa verið að bíða til morguns í mjög langan tíma. Ég er nefnilega frestari að eðlisfari. Það er skrítið hlutverk að setja sig í, að vera frestari. Manni líður aldrei vel með að fresta þó maður telji sér trú um að það sé það eina í stöðunni. Þegar maður ákveður að klára þá hugsar maður undantekningalaust "afhverju var ég ekki löngu búin að þessu?". Og sennilega tók verkið 10 mínútur að klára. 

Ég er enn að hugsa hvort ég ætti að sýna þér hugmyndirnar mínar í símanum mínum. Ég hef ekki alveg ákveðið hvort ég geri það í dag eða á morgun. Stundum snýst þetta ekki bara um að fresta heldur um að taka rétta ákvörðun. Sama hver ákvörðunin verður þá verður hún sú rétta en ég þarf að taka ákvörðun.

Platan okkar kemur út næsta föstudag á streymisveitum. www.jonkarason.is/tonlist


Written by

Jón Hilmar Kárason

Previous Handbremsur og hugmyndir.
Next Öruggur staður er hættulegur staður.