• Home
  • Learn to play
  • Ideas & Secrets
  • Podcast/TV
  • Blog
  • Contact

Jon Hilmar Karason

Jón Hilmar Kárason, June 12 2021

Öruggur staður er hættulegur staður.

En samt þráum við ekkera meira en öryggi. Við þráum að vera laus við áhuggjur af öllu ruglinu í kringum okkur og ef við komumst í námunda við þennan örugga stað berjumst við með öllu okkar afli að fá að vera þar og við viljum aldrei fara. Þess vegna get ég ekki tekið upp lagið sem mig langar að taka upp. Ég er komin á örugga staðinn og það að búa eitthvað til og sýna það öðrum á ekki heima á örugga staðnum.  Það er miklu öruggara að hafa svo mikið að gera í vinnunni og þurfa að slá blettinn og mála húsið. Geyma það fram á næsta ár að klára lagið. Svo kostar það líka mikið og ég á engan pening í þetta. Ég var reyndar að kaupa mér nuddpott á pallinn sem ég var að smíða. Helvíti flottur. Það er öryggi í því að eiga pott á pallinum.

Það er reyndar ömurlegt að búa við óöryggi. Ég hef gert það mest alla mína tíð. Peningaáhyggjur og vesenisáhyggjur og allskonar.   En ég komst ekki úr óörygginu fyrr en ég hætti að reyna að hanga á því litla öryggi sem ég þó hafði. Ég hafði föst laun og ákveðna hugmynd um hvað ég gæti og hvað ég gæti ekki. Þar hélt ég að öryggið væri og það beyttist ekkert fyrr en ég sleppti tökunum á örygginu. Ef ég hefði verið áfram í örygginu uppí sófa þá væri ég verr staddur á allan hátt í lífinu. Málið er að þú lærir ekkert í örygginu svo hoppaðu út í óöryggið eins oft og þú getur. Sama hvernig fer þá muntu líklega ekki sjá eftir því eftir 5 ár.




Written by

Jón Hilmar Kárason

Previous Ég hef ákveðið að....
Next Ideas & Secrets er komin út!