• Home
  • Learn to play
  • Ideas & Secrets
  • Podcast/TV
  • Blog
  • Contact

Jon Hilmar Karason

Jón Hilmar Kárason, December 8 2019

Ég ætlaði alltaf að .....

Djöfull er ég búin að vera latur undanfarið.  Ég hef bara ekki komið mér í að gera rassgat. Ég mæti auðvitað þar sem ég er bókaður í að spila og kenna. En það er alveg glatað að nenna ekki að gera neitt og ég hef verið að velta þessu svolítið fyrir mér. Það flutti lítill hvolpur á heimilið fyrir stuttu og hann gerir heldur ekki rasstgat. Hundar lifa þannig að þeir gera aldrei neitt og eru bara ánægðir mér það. Á maður kannski bara að vera cool með að lifa eins og hundur? Mæta í vinnuna og leggjast svo bara upp í sófa og gera ekki neitt? Svona "ef ég nenni" hugarfar.

Flestir sem ætla sér að gera eitthvað sem skiptir máli en fresta því alltaf læra að sætta sig við að framkvæma ekki. Þeir fá sér bara meiri bjór um helgar til að "hressa sig við". Það er nefnilega djöfulls bras að ætla að gera eitthvað sem skiptir máli því allt sem skiptir máli er tímafrekt og erfitt. 

Oft kemur meðvindur í kringum áramótin sem er frábært. Það skiptir ekki máli hvenær meðvindurinn kemur ef við nýtum hann. Svo þurfum við bara að nenna að róa þegar vindinn lægir. 

2020 er flott ár til þess að reyna að nota árarnar svolítið meira. Drullast af stað þó þig langi það alls ekki. Konan mín er að læra þessa dagana fyrir próf í hálskóla og er að gera það nákvæmlega eins og við eigum að framkvæma hlutina. Mæta og vinna vinnuna sama hvað. Vakna kl 5 á sunnudagsmorgnum og byrja að vinna ef það er það sem þarf til að klára það sem skiptir máli. Gera það svo aftur á mánudagsmorgni. Ég dáist að vinnusemi hennar á hverjum degi.  





Written by

Jón Hilmar Kárason

Previous Taktu þátt - því þér er ekki sama.
Next Hvað er það hræðilegasta sem getur gerst?