• Home
  • Learn to play
  • Ideas & Secrets
  • Podcast/TV
  • Blog
  • Contact

Jon Hilmar Karason

Jón Hilmar Kárason, February 10 2021

Gera skiptir meira máli en að geta.

Þegar ég spyr nemandann hvernig gekk þá á ég ekki alls ekki við hvort hún kunni æfinguna eða lagið sem hún átti að æfa. Það skiptir í raun ekki neinu máli. Það sem skiptir máli er hvort hún hafi æft sig heima. Ef hún æfði sig eins vel og hún gat á hverjum degi þá gekk frábærlega, þó árangurinn hafi verið engin.  Auðvitað ætti að vera árangur ef æfingin hefur verið gerð rétt en það er samt ekki aðal málið. Það að æfa sig reglulega, helst á hverjum degi er aðal málið. Að venja sig á að gera það sem skiptir okkur máli helst alla daga. Rithöfundurinn skrifar á hverjum degi, bakarinn bakar, málarinn málar og kennarinn kennir. Svo til þess að verða gítarleikari þarftu bara að æfa þig á hverjum degi. Þá er leiðin greið. Það er nú ekki svo mikið mál er það?

Við erum það sem við gerum á hverjum degi og það að gera skiptir meira máli en að geta.  

Written by

Jón Hilmar Kárason

Previous Vertu með kveikt á míkrófóninum
Next Hvað kostar tíminn þinn?