Jon Hilmar Karason
Tilfinningar og tónlist. Er eitthvað sem er tengdara en það. Við finnum tilfinningar þegar við hlustum. Þegar við erum á bömmer hlustum við á tónlist sem tengir við þær tilfinningar. Þegar við erum á bömmer og ætlum að rífa okkur upp hlustum við á tónlist sem tengir okkur við betri tilfinningar. Þegar við spilum tónlist finnum við líka tilfinnningar upp um alla veggi og oft kemur fram hvernig okkur líður í spilamennsu okkar. Svo eru tilfinningar tengdar því að koma fram, gefa út tónlist, spila opinberlega og syngja. Þær tilfinningar er mun erfiðara að díla við en þær sem koma við hlustun og við að spila fyrir sjálfan sig. Það eru tilfinningar sem við höfum þróað með okkur í þær milljónir ára sem við höfum verið til. Hætta nálgast ég verða að bregðast við. Oft er þessi tilfinning kennd við eðluheilann í okkur sem fer í gang um leið og hætta steðjar að. Þegar ljónið er að koma og éta þig lifandi.
Þú og ég eigum þetta að minnstakosti sameiginlegt. Það er erfitt að sýna öðrum það sem þú hefur búið til. Við erum að opinbera vankunnáttu okkar og sýna öllum hversu glötuð við erum. Ég hef þurft að díla við þetta og mig langar að segja þér frá því hvernig ég vinn með þennan ótta. Vonandi er þetta hjálplegt og ef þetta meikar sens fyrir þér endilega deildu þessu áfram.
Ég er búin að starfa við ótrúlega margt sem viðkemur tónlist. Skipuleggja hátíðir, halda fullt af námskeiðum, gera podköst, sjónvarpsþætti, fyrirlestra, spila út um allt og allan fjandan í viðbót.(já ég er að monta mig). Það er tvennt sem mér hefur fundist erfiðast. Að byrja að syngja og byrja að spila einn án hljómsveitar.
Ég man eftir fyrsta gigginu mínu einn með gítarinn og það er alls ekki svo langt síðan. Ég var búin að taka ákvörðun um að gera þetta enda var ég allur í að skora mig á hólm. Ég var með flott prógramm og fékk gigg við að spila á menningarráðstefnu. Ég mætti fullkomlega undirbúin og fullur sjálfstrausts. Hitaði upp og beið eftir kallinu. Svo kom var ég kynntur á svið. Þegar ég gekk upp á svið tók eðluheilinn stjórnina. Eðlilega þar sem ég var að koma mér í mjög hættulegar aðstæður. Ég var að spila nokkuð erfið lög svo ég mátti ekki við að svitna í lófunum og skjálfa á beinunum en þannig spilaði ég settið mitt. Skíthræddur og hugsandi allan tíman “fokk þarna klúðraðir þú bigtæm”
Svo eftir giggið kom fólk og þakkaði mér fyrir. Ég gerði villur og mér fannst þetta alls ekki ganga vel. Og þarna lærði ég það fyrsta sem ég tileinkaði mér. Ég er ekki sá sem á að gagnrýna mína frammistöðu fyrir hlustandanum. Það eina sem ég á að gera er að brosa og segja takk fyrir. Það eru engar afsakanir leyfðar. Ég segi takk fer svo heim og undirbý næsta gigg og hugsa um hvað ég ætla að gera betur þar.
Svo kannski ef þú heldur áfram þá tekur einhver eftir þér og það er geggjað. Það er afrakstur þess að takast á við eðluheilann og gera eitthvað og sýna öðrum. Hrópa yfir salinn “Hérna ég bjó þetta til!” Það gæti ekki virkað og það gæti virkað.
Þú verður að hafa kveikt á míkrófóninum og láta heyrast í þér. Annars gerist ekki neitt.