Jon Hilmar Karason
Einn af kostum þess að kenna nemendum á öllum aldri og getustigum er sá að þau hlusta á allskonar tónlist sem ég fæ að kynnast. Mér finnst nauðsynlegt að fá að heyra hvað vekur áhuga þeirra sem eru að læra hjá mér.
Ég hef verið duglegri undanfarið að hlusta á tónlist en oft áður og ég hef aðeins hugsað um tónlistina sem hvatti mig áfram við að æfa mig á gítarinn. Það er fátt sem gerir meira fyrir tónlistarnám en að finna þörfina til að spila lag sem maður er að hlusta á og gera það. Æfa sig í tugi klukkstunda og trúa því að maður komist á leiðarenda. Eldurinn er svo sterkur að manni er sama hversu langan tíma tekur að æfa. Það skiptir meira að segja ekki máli þó maður komist ekki á leiðarenda.
Þetta er sami effekt og að hafa markmiðin sín óraunhæf og fáránleg. Þó maður klári þau ekki kemstu sennilega mun lengra en ef markmiðið var raunhæft.
Maður þarf að passa sig á að horfa frekar á árangurinn en það sem varð eftir.
Ég hef verið að hugsa um hvaða lög það voru sem breyttu öllu fyrir mig. Eða öllu heldur hvaða lög það voru sem ég lá yfir til að læra og hætti ekki fyrr en ég var búin.
Ég bjó til playlista á Apple music og á Spotify með nokkrum af þessum lögum og öðrum af plötum sem ég hlusta oft á. Þarna er líka tónlist sem nemendur hafa bent mér á og eru áhugaverð.
Midnight með Joe Satriani er lag sem ég lá yfir þangað til að ég gat spilað það. Svo flutti ég það á skemmtun sem bekkurinn minn hélt þegar ég var í 10.bekk.
Mood for a day með YES er lag sem ég pikkaði upp og lærði nótu fyrir nótu þegar mig langaði að verða betri að spila á klassískan gítar.
Sweet child´o mine með Guns N´ Roses. Ég var mikill GNR maður og hlustaði á þessa plötu mjög mikið. Þetta lag var algjört möst að læra en ég lærði það samt aldrei alveg nótu fyrir nótu. Ég veit ekki alveg afhverju en ég gerði það síðar þegar ég þurfti að kenna öðrum það.
Cattle in the Cane með Punch Brothers er lag og hljómsveit sem nemandi kynnti mig fyrir og ég hef verið að hlusta mikið á. Allt öðruvísi tónlist en þú hlustar á öllu jöfnu held ég.
Tékkaðu á playlistanum: