• Home
  • Learn to play
  • Ideas & Secrets
  • Podcast/TV
  • Blog
  • Contact

Jon Hilmar Karason

Jón Hilmar Kárason, December 27 2021

Uppáhalds leikarinn þinn.

Ef þú ert feimin ertu að leika hlutverk. Ef þú ert GDRN ertu að leika hlutverk. Ef þú ert að vinna í búð ertu að leika hlutverk og þegar þú kennir tónlist ertu að leika hlutverk. Hjúkrunarfræðingurinn á sjúkrahúsinu leikur hlutverk. Það skiptir máli að átta sig á því að maður er að leika hlutverk því kannski viltu ekki vera feimin. Þá þarftu að skipta um hlutverk. Þú getur líka bætt þig mikið í því sem þú gerir sem með því að leika hlutverkið svolítið betur. 

Eina skiptið sem maður leikur ekki hlutverk er þegar maður opnar sig upp á gátt og  lærir nýja hluti. Nemandi sem ætlar að læra getur ekki lært og leikið á sama tíma. En að lokum spilar þú lagið sem þú lærðir fyrir einhvern og þá ertu komin með nýtt hlutverk. 

Kannski er það eina sem þú þarft að gera til að láta nýa árið verða geggjað er að ákvaða að leika hlutverkið þitt betur eða læra nýja rullu. Ég veit að ég þarf svo sannarlega á því að halda.


Written by

Jón Hilmar Kárason

Previous Pínulitlu skrefin
Next Olía á eldinn.