• Home
  • Learn to play
  • Ideas & Secrets
  • Podcast/TV
  • Blog
  • Contact

Jon Hilmar Karason

Jón Hilmar Kárason, June 25 2023

Lærðu að tala

Ég er ótrúlega heppinn að fá að spila á tónleikum í allt sumar.  Ég er að spila fyrir farþega skemmtiferðaskipa bæði um borð og í landi.  Ég er alltaf að hugsa um hvernig við getum gert showið okkar betur og gefið gestum okkar meiri og betri upplifun.  Tónlistin skiptir auðvitað miklu máli en hún skiptir samt kannski ekki mestu máli.  Það sem skiptir mestu máli er það sem gerist á milli lagana sem við spilum.  Hvernig við tengjumst þeim sem er að hlusta og hvernig við fáum gestina til að fylgja því sem við erum að gera. 

Heart of East Iceland

Það breyttist ótrúlega margt hjá mér þegar ég byrjaði að læra að tala fyrir framan fólk.  Segja sögur á skemmtilegan hátt og læra að nota húmor.  Mögulega er þetta eitt af því mikilvægasta sem maður lærir ef maður ætlar að geta lifað á tónlistinni.  

Ég hef líka verið að leyta að meðalinu við sviðsskrekk í mörg ár.  Mjög mörg ár.  Bæði til fyrir sjálfan mig og til þess að getað miðlað því til nemenda minna.  

Ég held að þetta sé það sem læknar sviðsskrekk og gefur þér sjálfstraust til að takast á við hvað sem er.  Lærðu að tala fyrir framan fólk. Það er ekki nóg að standa upp í partýinu og segja eitthvað heldur þarftu að setja þig í aðstæður sem eru óþægilegar líka.  Búa til fyrirlestur, æfa góða sögu eða brandara úr eigin lífi.  Gera þetta allt blaðlaust.  Gera þetta oft og læra að sigta út það sem ekki var nógu gott.  Hægt og rólega verður þú betri og átt lager af einhverju skemmtilegu til að segja frá á milli laga.  Þú munt segja sama brandarann 100 sinnum sem er gott því þá virkar hann.  Stones spila alltaf I Cant get no Satisfaction svo það er ekkert að því að nota vopnin sem þú átt.

Svo á ég bestu konu í heimi svona ef þú varst að velta því fyrir þér;)


Written by

Jón Hilmar Kárason

Previous Segðu það, þó það sé töff
Next Treystu göttinu