Jon Hilmar Karason
Það að læra að spila á hljóðfæri snýst bara um eitt. Það snýst um að taka pínulítil skref á hverjum degi. Æfa sig reglulega í smá stund á hljóðfærið, helst daglega. Þú gætir byrjað á að bæta þig um 1% á viku en það hlaðast vextir á þetta ef þú heldur áfram að taka pínulitlu skrefin og þú nærð kannski að bæta þig um 1% á dag. Þá fara hlutirnir að gerast því þó 1% á dag sé bara pínulítið þá er það heill hellingur eftir 3 ár.