Jon Hilmar Karason
Það er best að setja sér áramótamarkmið eftir annan föstudag janúarmánaðar. Þá er nefnilega tíminn sem flestir hafa gefist upp á áramótaheitinu sínu svo ef við byrjum eftir það þá hlýtur það að halda.
Áramótin eru nefnilega svolítið sérstakur tími þar sem við reynum að horfa framávið í smá stund. Það er galdur falin í að horfa framávið og hafa smá von með í mixinu. Stundum er sennilega engin von sjáanleg en hún leynist þarna samt. Það þarf örugglega oft að leyta að henni og stundum virðist hún alveg horfin. Þegar hún hverfur þá hverfa markmiðin með.
Mér líður stundum eins og að ég sé í maníu og kannski þarf maður maníu til að láta hlutina gerast og það sama á við um þegar ég gerir ekki neitt. Sama manían bara hinn endin á henni.
Það er bara einn faktor sem skilur á milli þessara tveggja enda á maníunni. Sá sami faktor skilur á milli þess að halda áramótamarkmiðinu eða gefast upp á því annan föstudag janúar.
Gerðu það sem þarf að gera, þegar þarf að gera það og gerðu það eins vel og þú getur. Gerðu það svo aftur á morgun.